Japanska stórstjarnan Tomohisa Yamashita leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni „The Head“ sem hefur verið lýst sem hrollvekju og eiga atburðirnir að eiga sér stað á Suðurskautslandinu.
Tökur seríunnar fara fram hér á landi og á Kanarí-eyjum. Spænsku bræðurnir Alex og David Pastor skrifa handritið.
Stikla úr þáttunum var sýnd í vikunni á MIPCOM-kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi.
Meðal annarra sem fara með stór hlutverk eru Írinn John Lynch. Samkvæmt umfjöllun AFP er það einn tveggja eftirlifenda af tíu manna hópi sem fór til vetrarsetu á rannsóknarstöð.
Þegar vísindamenn koma þangað að vori eru veggir stöðvarinnar þaktir blóði og eftirlifendurnir kenna hvor öðrum um morðin.
Yamashita, 35 ára söngvari og leikari, fer með hlutverk rannsakanda. Hann sagði að sagan færi að kjarna mannlegra tilfinninga.
View this post on InstagramA post shared by Tomohisa Yamashita (@tomo.y9) on Sep 29, 2019 at 7:39pm PDT
Yamashita virðist hafa verið ánægður með dvölina hér á landi en tökur fara enn fram.