Vilja lögbann á kvikmynd um Panamaskjölin

Gary Oldman, Meryl Streep, and Antonio Banderas á frumsýningu The …
Gary Oldman, Meryl Streep, and Antonio Banderas á frumsýningu The Laundromat á kvikmyndahátíðinni í Toronto. AFP

Lögmenn sem tengjast Panamaskjölunum reyna nú að fá lögbann á að kvikmynd um skjölin, The Laundromat, verði gerð aðgengileg á Netflix á morgun.

Kvikmyndin, sem skartar ekki síðri leikurum í aðalhlutverkum en Meryl Streep, Gary Oldm­an og Ant­onio Band­eras, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í sumar og fór í kvikmyndahús í september. Til stendur að hún verði aðgengileg á Netflix á morgun, 18. október.

Lögmennirnir Jurgen Mossack og Ramon Fonseca segja að kvikmyndin gefi ranga mynd af þeim sem glæpasnillingum og hafa lögsótt framleiðendur hennar á grundvelli ærumeiðinga.

Til bráðabirgða hafa þeir farið fram á lögbann á myndina á meðan málið fer fyrir dómstóla.

Frétt Breaking News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir