Meghan viðurkennir að sér hafi liðið illa

Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Meghan …
Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Meghan síðan hún giftist prinsinum sínum. AFP

Um eitt og hálft ár er síðan bandaríska leikkonan Meghan Markle gekk í hjónaband með Harry Bretaprins. Ári seinna eða síðasta vor eignuðust þau saman son. Meghan viðurkennir að lífið hafi ekki bara verið dans á rósum síðan hún og Harry giftu sig í nýrri heimdilarmynd um Afríkuferð þeirra að því fram kemur á vef Hello

Í myndinni er Meghan meðal annars spurð að því hvernig henni hafi liðið. 

„Sjáðu til, hvaða kona sem er, sérstaklega á meðgöngu, er mjög viðkvæm svo það hefur verið virkilega krefjandi og að vera með ungabarn, þú veist,“ segir Meghan sem virtist hafa átt bágt með að halda aftur af sér en hélt að lokum áfram. „Og sérstaklega þegar þú ert kona þá er það erfitt. Svo þú bætir þessu ofan á það að reyna að vera ný móðir eða reyna að vera nýgift.“

Meghan þakkaði sjónvarpsmanninum fyrir að spyrja hvort það væri í lagi með hana en ekki margir hafa spurt hana að því. Hún sagði jafnframt að það væri mikið að vera ganga í gegnum allt þetta bak við tjöldin. 

„Og svarið er? Væri heiðarlegt að segja ekki alveg í lagi, í því samhengi að þetta hafi verið erfitt?“ Spurði sjónvarpsmaðurinn að lokum og svaraði Meghan því játandi. 

Meghan hefur fengið að finna fyrir því í breskum fjölmiðlum. Hefur hún fengið mikla gagnrýni á sig og að hluta til vegna þess að hún hætti öllum samskiptum við föður sinn. Um síðustu mánaðarmót greindu svo hertogahjónin frá því að þau hefðu ákveðið að fara í mál við breska blaðið Mail on Sunday. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup