Clooney lætur lítið fyrir sér fara á Austurlandi

George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin …
George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin er upp að hluta á Íslandi. AFP

Vinna við kvikmynd George Clooney, Good Morning, Midnight, er í fullum gangi á Austurlandi en tökur áttu að hefjast í dag, mánudag. Leikstjórinn og aðalleikarinn George Clooney hefur lítið látið fyrir sér fara og hafa heimamenn sem blaðamaður mbl.is náði tali af ekki tekið eftir honum inni á Höfn. 

Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður Vatnajökulsþjóðgarðsvarðar, segist ekki hafa orðið vör við neitt á Höfn og segir myndina aðeins hafa jákvæð áhrif á svæðið. Hún telur veru tökuliðsins hafa lítil áhrif á annað fólk í þjóðgarðinum.

„Þau eru á Skálafellsjökli þar sem er farið í vélsleðaferðir og þess háttar. Þetta er ekki stór ferðamannastaður þannig lagað séð. Þetta hefur voða lítil áhrif á okkur. Þetta er bara jákvætt fyrir ferðaþjónustuna sem nýtur góðs af,“ segir Steinunn Hödd. 

Ljóst er að bærinn nýtur góðs af. Hótel á Höfn og í nágrenni eru sögð vel nýtt meðan á tökum stendur. 

Áætlað er að tökum á Íslandi ljúki í byrjun nóvember. Einhverjir bæjarbúar taka þátt í verkefninu en Eskimo Casting sá um að finna aukaleikara fyrir myndina á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson