Konur þáttarins eru báðar íþróttakonur með glæsta ferla að baki. Aimee Mullins missti báða fæturna þegar hún var eins árs en lét það ekki stoppa sig í að verða heimsklassaíþróttakona, en hefur auk þess haldið fyrirlestra, verið fyrirsæta og leikkona.
Mia Hamm er ein þekktasta fótboltakona heims sem setti met eftir met og leiddi bandaríska landsliðið í fjöldamörgum sigrum á ýmsum stórmótum. Báðar eru þær meistarar sem létu mótlæti ekki hindra sig í að ná markmiðum sínum og láta drauma sína rætast.