Kim Kardashian West hefur marga titla. Hún er raunveruleikaþáttastjarna, hönnuður aðahaldsfatnaðar, ilmvatns og snyrtivöruhönnuður og síðast ekki ekki síst lögfræðinemi.
Nú á dögunum fagnaði hún 39 ára afmæli sínu og í afmælisgjöf gaf eiginmaður hennar, Kanye West, eina milljón bandaríkjadala til hennar uppáhalds góðgerðarstofnana. Allar góðgerðarstofnanirnar eiga það sameiginlegt að tengjast fangelsismálum á einn eða annan hátt.
Í eitt og hálft ár hefur hún, ásamt teymi lögfræðinga tekið að sér mál fanga og oftar en ekki fengið þá lausa úr haldi. En hvernig velur hún málin, hverjir eru svo heppnir að njóta athygli hennar og af hverju er hún að þessu?
Kardashian West er ekki með háskólamenntun, en hóf nám í lögfræði sumarið 2018. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þarf ekki að fara hina hefðbundnu leið til þess að starfa við lögin. Kardashian West er á samningi hjá lögfræðistofu í San Francisco og vinnur 18 tíma á viku undir handleiðslu lögmanns. Hún tekur reglulega próf á netinu og hefur gengið vel. Hún stefnir á að fá lögmannsréttindin árið 2022.
Hún hefur áhugann á lögfræði ekki langt að sækja en faðir hennar heitinn, Rob Kardashian, var áhrifa mikill lögfræðingur í Los Angeles á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Hann var meðal annars lögfræðingur fótboltakappans fyrrverandi O.J. Simpson.
Það kom eflaust mörgum á óvart þegar raunveruleikastjarnan fundaði með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í maí 2018. Þau ræddu endurbætur á aðstöðu fanga og um mál tiltekins fanga, langömmunnar Alice Marie Johnson. Johnson hlaut lífstíðardóm í fangelsi fyrir minniháttar fíkniefnabrot fyrir tugum ára. Trump náðaði hana og er hún nú frjáls ferða sinna.
Þetta var fyrsta málið sem Kardashian West hafði afskipti af og naut mikillar athygli. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðan. Í byrjun júní á þessu ári heimsótti hún aftur forsetan heim og talaði þar á fundi um endurbætur á aðstöðu fanga. Hún kynnti nýja aðstoð við fanga sem losnað hafa nýlega úr fangelsi og þá sem munu losna fljótlega úr fangelsi. Sú þjónusta er í samstarfi við akstursþjónustuna Lyft og felur í sér að nýlausir fangar geta óskað eftir akstri í atvinnuviðtöl og önnur viðtöl sem þeir þurfa að fara í til þess að komast aftur út í samfélagið.
Í þættir af raunveruleikaþætti fjölskyldunnar í maí útskýrði hún fyrir mömmu sinni hvernig hún velur málin sem hún beitir sér fyrir. Hún byrjar á að lesa yfir þau fjölda mörgu bréf sem henni berst. „Ef ég sé eitthvað sem mér finnst eiga góðu möguleika og hreyfir við mér, þá sendi ég það til lögfræðinga minna sem skoða það og athuga hvort allt sé með feldu,“ sagði Kardashian West.
Fyrrverandi fanginn Paul Algrain var einnig svo heppinn að njóta aðstoðar Kardashian West. Hann losnaði út fangelsi í Norður-Karólínu-ríki í apríl eftir 7 ára fangelsisvist. Algrain skrifaði bréf til Kardashian fyrr á árinu þegar hann frétti af því að hún vildi breyta fangelsiskerfinu í Bandaríkjunum
Í maí á þessi ári deildi Kardashian West gleði fréttum með aðdáendum sínum. Fanginn Jeffrey var laus úr haldi vegna atbeina hennar. Hann var einnig dæmdur til áralangrar fangelsisvistar fyrir minniháttar brot. Kardashian West deildi mynd af Jeffrey og fjölskyldu hans.
Það var ekki það eina sem Kardashian West gerði í maí. Hún mætti til að mynda stórglæsileg á Met Gala og lét sauma sig inn í níðþröngt lífstykki. Hún heimsótti líka fangann Kevin Cooper á dauðadeildinni í San Quentin-fangelsinu í norður Kaliforníu.
Cooper hefur beðið dauða síns á dauðadeildinni í San Quentin síðan 1983 en hann var dæmdur fyrir að verða fjórum manneskjum að bana. Kardashian hefur unnið að máli hans síðustu mánuði og hvatt ríkisstjóra Kaliforníu til að taka upp mál hans. Kardashian telur Cooper hafa verið fórnarlamb og ekki framið glæpinn, en sjálfur hefur hann alltaf haldið sakleysi sínu fram.
Á 90 dögum nú í vor hjálpaði Kardashian West og lögfræðingateymi hennar 17 föngum. Talan fer hækkandi og þótt mörgum finnist það ótrúlegt þá básúnar Kardashian West ekki öllum sigrum sínum á samfélagsmiðlum.
En hendur Kardashian eru ekki guðlegar, þó stundum séu þær fótó-sjoppaðar, henni mistekst líka. Henni tókst ekki að hafa áhrif á mál Making a Murderer-stjörnunnar Brendan Dassey fyrr í þessum mánuði. Hún tók það mál þó ekki að sér en reyndi að hafa áhrif á það með að vekja athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter.
Mál Dassey og Avery vakti mikla athygli árið 2015 í kjölfar þáttanna Making a Murderer sem aðgengilegir eru á Netflix. Í þáttunum er Dassey látinn líta út fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna, en hann var 16 ára þegar hann var dæmdur.
Kardashian West endurtísti mynd af bréfi sem Dassey skrifaði til ríkisstjórans og merkti Evers í færsluna. Evers segir að afskipti Kardashian West af málinu muni engin áhrif hafa á meðferð málsins og að Dassey muni fá sömu meðferð og aðrir. Þá skipti ekki máli fylgjendafjöldi Kardashian West á Twitter, 62 milljónir, eða hversu marga fanga hún hefur fengið lausa úr haldi.