Með magnaða og mikla virkni

Pétur Jóhann Sigfússon.
Pétur Jóhann Sigfússon.

Pétur Jóhann Sigfússon leikari
21. apríl 1972

Elsku hjartans ástsæli Pétur Jóhann minn,samkvæmt útreikningum mínum ert þú á ári eitt, sem þýðir nýtt upphaf. Þessu nýja upphafi fylgir ný tíðni og sterk orka. Þú stendur frammi fyrir mikilli blessun í þinni nánustu framtíð og ef þú lítur svolítið í eigin barm og í kringum þig þá held ég að þú áttir þig á því aðþú hefur aldrei verið jafn opinn viðsjálfan þig og fjölskyldu þína eins og akkúrat núna árið 2019.

Þegar þú varst ungur þá treystirðu fáum og hafðir það ekki í orkunni þinni að leyfa ástinni aðnæra þig. Þess í stað varstu 200% pabbi og sannur vinur þeirra sem þú eignaðist á þínum yngri árum.

Í dag er hinsvegar komin mjög mikil ró yfir sálu þína og þér líður vel í sjálfum þér og í því sem þú ert að gera. Þú getur svo sannarlega treyst því að ný tilboð sem eru komin eða eru að koma munu festa niður öryggi þitt til framtíðar.

Það er svolítið gaman að segja frá því að samkvæmt minni talnaspeki ertu talan átta. Áttan táknar upphafið og endalokin eða eilífðina.Drengir sem hafa þessa tölu eru sérstaklega heppnir, þar sem þeir eru með bráðgeran huga og oft og tíðum með magnaða og mikla virkni svo þeir þjóta í hugsunum á ljóshraða. Einmitt þess vegna hentar það þér og öðrum sem eru blessaðir með þessum krafti að vera sjálfstæður, starfa sjálfstætt, raða tímanum þínum sjálfur og skapa eigin örlög.

Það er mjög algengt að strákar með töluna átta hætti snemma í skóla því þeir nenna ekki að sitja kyrrir. Ég held því að það sé mikil blessun að þú þrælaðist ekki í gegnum leiklistarskólann því þá hefðir þú ekki verið eins og magnaður og þú ert í dag.

Ég hef alltaf haft þá sterku tilfinningu gagnvart þér að við séum svolítið lík þarsem ég er tarfur eins og þú og að í þér búi tvær persónur, grínistinn og hellisbúinn sem elskar friðinn, konuna, börnin og sunnudagssteikina. Þetta góða jafnvægi þitt er að gera það að verkum að fjölskyldaner að dafna vel og stækka. Taktu stundum áhættu og haltu áfram að segja já – það kemur þér þráðbeint á þann stað sem þú átt skilið að vera á.

Ást, Sigga Kling

Stjörnumerki Pétur Jóhanns er naut

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio