Stjörnuhjónin Jessica Biel og Justin Timberlake tóku forskot á hrekkjavökuhátíðina um helgina og klæddu sig upp í búninga. Tókst leikkonunni afar vel til en hún klæddi sig upp sem eiginmaður hennar. Söngvarinn var hins vegar míkrófónn.
„Þetta gerist þegar þú viðurkennir í sjónvarpi að þú kunnir ekki nein NSYNC-lög og þú ert gift Justin Timberlake. Vel spilað eiginmaður, vel spilað,“ skrifaði Biel við myndir á Instagram.
Biel leit út eins og Justin Timberlake þegar hann var í NSYNC en strákabandið var vinsælt á árunum 1996 til 2002. Biel var í eins galla og Timberlake notaði á þessum árum og var með hárkollu sem leit út eins og hárgreiðslan sem hann skartaði í kringum aldamótin.
View this post on InstagramA post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Oct 26, 2019 at 2:11pm PDT