Dætur Loughlin gætu sætt ákæru

Lori Loughlin og Mossimo Giannulli.
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli. AFP

Dætur leikkonunnar Lori Loughlin og Mossimo Giannulli, Olivia Jade og Isabella, hafa ekki verið ákærðar í tengslum við háskólasvindlsmálið, en lögspekingur People segir að það sé möguleiki að þær verði ákærðar. 

Saksóknarinn Neama Rahmani segir að í besta falli muni dæturnar bera vitni gegn foreldrum sínum fyrir dómara, en þær gætu líka verið ákærðar. 

„Ríkið hefur látið það skýrt í ljós að það ætlar að auka þrýstinginn á hjónin. Með því að játa ekki sekt sína opna þau möguleikann á að dætur þeirra verði ákærðar,“ sagði Rahmani. 

Hjónin Loughlin og Giannulli eru ákærð fyrir að hafa greitt fúlgur fjár til þess að koma dætrum sínum inn í góðan háskóla. Þau eru einnig ákærð fyrir múta starfsmönnum skólans.

Heimildarmaður tengdur Loughlin segir það ekki vera svo. „Ef Lori héldi að dætur hennar væru í hættu, myndi hún vilja játa sekt sína. Jafnvel þótt hún telji sig ekki hafa gert neitt rangt. Hún er ekki að fara að láta þær eyða tíma í fangelsi fyrir eitthvað sem þær gerðu ekki. Lori er frábær mamma sem myndi taka skellinn fyrir dætur sínar, jafnvel þótt það myndi kosta hana allt,“ er haft eftir heimildarmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach