Myndarlegur prestur fær sendar nektarmyndir

Myndarlegi presturinn Chris Lee til vinstri og Andrew Scott sem …
Myndarlegi presturinn Chris Lee til vinstri og Andrew Scott sem fer með hlutverk myndarlega prestsins í Fleabag. Samsett mynd

Prestur, sem hefur verið talinn tvífari „heita prestsins“ í þáttunum Fleabag, viðurkennir að hann sé orðinn þreyttur á að fá óumbeðnar nektarmyndir frá aðdáendum sínum. 

Presturinn, Chris Lee, er sóknarprestur í St Saviour's-kirkjunni í vestur Lundúnum og er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Á Instagram sýnir hann bæði frá sínu persónulega lífi og einnig starfi sínu sem prestur. 

Hann hefur fengið aukna athygli á samfélagsmiðlum í kjölfar samanburðarins. Það hefur leitt til þess að hann hefur fengið fjölda skilaboða og sagði hann í viðtali við Press Association að hann hafi einnig fengið lævís skilaboð send. „Til dæmis nektarmyndir frá konum eða eitthvað í þá veru. Eiginkona mín er ekki hrifin af því,“ sagði Lee. 

Hann bætti við að hann var beðinn um sjálfsmynd við jarðaför, sem honum fannst allt í lagi en skrítið. Um samanburðinn við prestinn sem Andrew Scott túlkar í annarri seríu af Fleabag sagði hann að persóna Scott væri skemmtileg og ljúfmannleg. 

„Ég er ungur prestur sem tekur þátt í menningarlífinu, svo það í sjálfu sér vekur athygli því hefðinni samkvæmt eru prestar heldur þungir, pínu gamlir og pínu fjarlægir, ég er það, að ég held, ekki,“ sagði Lee og bætti við að hann varð fyrir vonbrigðum með kynferðislegt samband prestsins við aðalsöguhetjuna.

View this post on Instagram

Priest selfie #church #green #robes

A post shared by Christopher Lee (@revchris7) on Sep 8, 2019 at 1:29am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir