Geta ekkert tjónkað við Mama June

Mama June flakkar á milli hótela.
Mama June flakkar á milli hótela. skjáskot/youtube.com

Fjölskyldu raunveruleikaþáttastjörnunnar Mama June hefur ekki tekist að koma henni á beinu brautina, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þau eru hrædd um að June muni ekki geta snúið blaðinu við, haldi hún áfram á þessari braut.

Heimildarmaður TMZ segir að erfitt sé fyrir fjölskylduna að ná í hana og stundum heyrist ekkert frá henni í nokkra daga í senn. Mama June seldi húsið sitt fyrr á þessu ári og flutti inn í húsbíl með kærasta sínum, Geno. 

Síðan þá hafa þau flakkað á milli hótela og húsbílsins í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Bæði June og Geno hafa glímt við fíkniefnavanda en fyrr á þessu ári voru þau handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum. Hún hefur einnig sést spila fjárhættuspil í spilavítum daginn út og inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar