Kynþokkafyllsti maður í heimi

John Legend.
John Legend. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Legend var val­inn kynþokka­fyllsti núlifandi maður í heimi af tíma­rit­inu People. Tónlistarmaðurinn er fertugur og hefur unnið til fjölda verðlauna. Auk þess að sinna tónlistarstörfum er hann dómari í hæfileikaþættinum The Voice. 

„Ég var spenntur en á sama tíma smá hræddur vegna álagsins,“ sagði Legend um útnefninguna í viðtali við People. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að fólk ætti eftir að gera hvað sem er til að koma með athugasemdir um hvort hann væri nógu kynþokkafullur. „Ég kem á eftir Idris Elba sem er ekki sanngjarnt og ekki gott fyrir mig.“

Legend er kvæntur ofurfyrirsætunni Chrissy Teigen og eiga þau saman tvö börn. 

John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen.
John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen. AFP

People vel­ur einn karl á hverju sem þykir kynþokka­fyllri en aðrir en skil­yrðin eru þau að maður­inn sé enn á lífi. Leikarinn Idris Elba var valinn sá kynþokkafyllsti í fyrra en tón­list­armaður­inn Bla­ke Shelt­on hlaut nafn­bót­ina þar áður. Mel Gibson var fyrsti maðurinn sem var valinn sá kynþokkafyllsti af tímaritinu árið 1985.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar