Bandaríski tónlistarmaðurinn John Legend var valinn kynþokkafyllsti núlifandi maður í heimi af tímaritinu People. Tónlistarmaðurinn er fertugur og hefur unnið til fjölda verðlauna. Auk þess að sinna tónlistarstörfum er hann dómari í hæfileikaþættinum The Voice.
„Ég var spenntur en á sama tíma smá hræddur vegna álagsins,“ sagði Legend um útnefninguna í viðtali við People. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að fólk ætti eftir að gera hvað sem er til að koma með athugasemdir um hvort hann væri nógu kynþokkafullur. „Ég kem á eftir Idris Elba sem er ekki sanngjarnt og ekki gott fyrir mig.“
Legend er kvæntur ofurfyrirsætunni Chrissy Teigen og eiga þau saman tvö börn.
People velur einn karl á hverju sem þykir kynþokkafyllri en aðrir en skilyrðin eru þau að maðurinn sé enn á lífi. Leikarinn Idris Elba var valinn sá kynþokkafyllsti í fyrra en tónlistarmaðurinn Blake Shelton hlaut nafnbótina þar áður. Mel Gibson var fyrsti maðurinn sem var valinn sá kynþokkafyllsti af tímaritinu árið 1985.