Chris Pratt í gallabuxum uppi á jökli

Chris Pratt er bara í gallabuxum á jöklinum.
Chris Pratt er bara í gallabuxum á jöklinum. AFP

Leikarinn Chris Pratt virðist eitthvað hafa misreiknað veðrið hér á Íslandi ef marka má nýjustu færslu hans á Instagram. Þar er kappinn staddur við kvikmyndatökur uppi á Skálafellsjökli í gallabuxum. 

Hann tekur það fram að allir aðrir séu í snjóbuxum, hann sjálfur sé hins vegar „algjör hálfviti“ og sé því aðeins klæddur í gallabuxur. 

Pratt er á land­inu við tök­ur á mynd­inni The Tomorrow War en fleiri stór­stjörn­ur á borð við J.K. Simmons fara með hlut­verk í mynd­inni. 

Leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar er Chris McKay, en hann leik­stýrði meðal ann­ars The Lego Batman-kvik­mynd­inni. Mynd­in sem ber vinnu­heitið Ghost Draft á að ger­ast í framtíðinni þar sem mann­kynið er að tapa stríði við geim­ver­ur. Til að vinna stríðið finna vís­inda­menn leið til að sækja her­menn úr fortíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar