Tekjur áhrifavalda aukast

Tekjur áhrifavalda hafa aukist síðustu ár.
Tekjur áhrifavalda hafa aukist síðustu ár. Skjáskot

Tekj­ur áhrifa­valda á sam­fé­lags­miðlum hafa auk­ist gríðarlega mikið á síðustu árum sam­fara aukn­um vin­sæld­um þeirra. Þetta kem­ur fram í rann­sókn markaðssetn­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Izea. 

Niður­stöður Izea sýna að meðal­verðið á mynd á In­sta­gram sem fyr­ir­tæki greiða áhrifa­völd­um fyr­ir að birta hef­ur hækkað úr rúm­lega 16.500 krón­um upp í 202 þúsund krón­ur. 

Fyr­ir­tæki virðast vilja greiða áhrifa­völd­um háar upp­hæðir til þess að birta mynd­ir, mynd­bönd og blogg­færsl­ur, seg­ir í um­fjöll­un Bus­iness Insi­der

Marg­ir velta því fyr­ir sér hvort hefðbundn­ar aug­lýs­ing­ar muni brátt heyra sög­unni til en markaðsfræðing­ur­inn Yu­val Ben Itzhak seg­ir ekki. „Ra­f­ræn markaðssetn­ing er eins og orðið sem ferðast á milli manna. Það mun alltaf vera blanda á milli þess og hefðbund­inna aug­lýs­inga,“ sagði Ben-Itzhak. 

Rann­sókn Izea náði til efn­is á Face­book, YouTu­be, In­sta­gram og bloggvefsíðna og kannaði um­samd­ar greiðslur fyr­ir færsl­ur á ár­un­um 2014 — 2019.

Flest­ir högnuðust vel, allt frá smærri áhrifa­völd­um með færri en 100 þúsund fylgj­end­ur til stór­stjarna með millj­ón­ir fylgj­enda. 

Greiðslur fyr­ir hverja In­sta­gram-færslu hafa hækkað um 44% frá 2018 til 2019. Meðal­greiðslur fyr­ir hverja blogg­færslu sem birt er í sam­starfi við fyr­ir­tæki hafa hækkað úr rúm­um þúsund krón­um á færslu árið 2006 upp í 177 þúsund krón­ur fyr­ir hverja færslu árið 2019.

Hæstu greiðslurn­ar fást fyr­ir YouTu­be-mynd­bönd, árið 2014 fengu áhrifa­vald­ar að meðaltali rúm­ar 50 þúsund krón­ur fyr­ir hvert mynd­band en árið 2019 eru það rúm­ar 830 þúsund krón­ur fyr­ir hvert mynd­band.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir