Coldplay með flugviskubit

Chris Martin, söngvari Coldplay.
Chris Martin, söngvari Coldplay. AFP

Umhverfisáhrif flugferða eru ástæðan fyrir því að breska hljómsveitin Coldplay mun ekki fara um heiminn til að kynna nýju plötuna sína, Everyday Life, sem væntanleg er á morgun. Chris Martin, söngvari sveitarinnar, segir að ekki verði farið í langar tónleikaferðir fyrr en leið hafi verið fundin til að kolefnisjafna þær að eins miklu leyti og mögulegt er.

Þetta segir Martin í samtali við Breska ríkisútvarpið, BBC.  „Við ætlum að taka okkur tíma til að kanna hvernig næsta tónleikaferð getur verið umhverfisvæn,“ segir hann. „Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum,“ segir Martin og bætir við að sveitin vilji að tónleikaferðir hennar hafi jákvæð áhrif í framtíðinni. Reyndar eru liðsmenn Coldplay nú staddir í Amman í Jórdaníu þar sem þeir hyggjast halda tvenna tónleika sem streymt verður beint á YouTube á morgun. Þeir fyrri verða við sólarupprás og þeir síðari við sólsetur. 

Síðasta tónleikaferð Coldplay, A Head Full of Dreams, sem hét eftir samnefndri plötu sveitarinnar, lá um 122 lönd í fjórum heimsálfum árin 2016 — '17.  „Næsta tónleikaferð verður besta mögulega útgáfa af þeirri ferð frá sjónarhorni umhverfisverndar,“ segir Martin. „Það ylli okkur vonbrigðum ef okkur tækist ekki að kolefnisjafna hana.“

Nýja platan endurspeglar, að sögn söngvarans, sjónarhorn sveitarinnar á alþjóðasamfélagið og hann segir að hluti laganna sé innblásinn af fréttaflutningi BBC af stöðu heimsmála. „Við, sem höfum notið þeirra forréttinda að ferðast um heiminn, vitum að við erum öll eins.“ 

Coldplay mun halda tónleika til að fagna útgáfu nýju plötunnar í Þjóðarsögusafninu í London, Natural History Museum, næstkomandi mánudag, 25. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup