Pratt lofsamar náttúru Íslands

Chris Pratt á Skálafellsjökli.
Chris Pratt á Skálafellsjökli. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Chris Pratt lofsamar Ísland í færslum sínum um Ísland þessa dagana. Kappinn hefur verið staddur hér í viku við tökur á kvikmynd sinni The Tomorrow War. 

Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni.

Pratt hefur dvalið á suðausturhorni landsins við tökurnar og meðal annars sýnt myndir og myndbönd af Skálafellsjökli. „Svo þakklátur fyrir fólkið á Íslandi og fallega landslagið sem mun sjást í The Tomorrow War. Ótrúlegt!“ skrifar Pratt undir myndband af jöklinum. 

View this post on Instagram

So grateful to the people of Iceland and to the beautiful scenery that will make its way into @thetomorrowwar Unreal!

A post shared by chris pratt (@prattprattpratt) on Nov 21, 2019 at 5:24am PST

Leikarinn knái sló einnig á létta strengi þegar hann þóttist hafa séð norðurljósin en í raun var hann að taka myndband af mynd af norðurljósum á Fosshótel Vatnajökli.

View this post on Instagram

CANT BELIEVE WE FINALLY SAW THE NORTHERN LIGHTS!!! @thetomorrowwar

A post shared by chris pratt (@prattprattpratt) on Nov 21, 2019 at 5:39am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka