This is Us-stjarnan Justin Hartley sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, leikkonunni Chrishell Stause, á dögunum að því er fram kemur á vef TMZ. Hartley og Stause giftu sig í lok október árið 2017 en eru sögð hafa hafa skilið að borði og sæng í byrjun júlí á þessu ári. Hjónin trúlofuðu sig árið 2016 eftir nokkurra ára samband og giftu sig rúmlega ári seinna.
Ástæða skilnaðarins er sögð vera ósættanlegur ágreiningur. Þrátt fyrir að hafa skilið að borði og sæng í sumar hafa þau sést töluvert saman síðan. Þau mættu meðal annars saman á Emmy-verðlaunahátíðina í lok september og sáust saman í síðustu viku.
Leikarinn vill ekki greiða framfærslu eiginkonu sinnar né lögfræðikostnað hennar. Hjónin eiga ekki barn saman svo það verður ekki vandamál í skilnaðardeilunni. Hartley á barn úr fyrra hjónabandi.
Frægðarsól Hartley hefur risið hátt síðasta árið eða síðan sjónvarpsþættirnir This is Us voru frumsýndir. Stause varð meðal annars þekkt fyrir leik sinn í bandarísku sápuóperunni Days of Our Lives og fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Selling Sunset.