BBC mælir með íslenskum þáttum

Nína Dögg fer með aðalhlutverk í þáttunum.
Nína Dögg fer með aðalhlutverk í þáttunum. Ljósmynd/Truenorth

Íslensku sjónvarpsþættirnir Brot, eða The Valhalla Murders, eru á lista BBC yfir þætti sem lesendur ættu að horfa á í desember. 

„BBC eru auðvitað þekkt fyrir að vera með gæðaefni og ef þeir setja okkur á þennan lista er það gríðarlegur heiður,“ segir Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi og leikstjóri þáttanna.

„Að íslensk sería sé nefnd á þessum lista er auðvitað bara frábært. Við bjuggumst ekki við því,“ segir Davíð. 

Fyrsti þátturinn fer í loftið á Rúv annan í jólum. Átta þættir seríunni sem fjallar um íslenska morðgátu. Davíð segist vona að þættirnir verði eitthvað sem haldi Íslendingum sem og öðrum við sjónvarpið. 

Á vormánuðum 2020 verða þættirnir svo aðgengilegir á streymisveitunni Netflix og fara þeir í dreifingu til yfir 190 landa. 

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk rannsóknarlögreglukonunnar Katrínar Gunnarsdóttur. Björn Thors fer einnig með aðalhlutverk í þáttunum. 

Þórður Pálsson átti hugmyndina að þáttunum en hann leikstýrði einnig fjórum þáttum af átta. Davíð Óskar og Þóra Hilmarsdóttir leikstýrðu hvort um sig tveimur þáttum. 

Óttar M. Norðfjörð skrifaði handritið að þáttunum ásamt Mikael Torfasyni, Ottó Geir Borg og Margréti Örnólfsdóttur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka