Breski leikarinn Matt Smith er sagður leita til fyrrverandi mótleikkonu sinnar, Claire Foy, þessa dagana en Smith og leikkonan Lily James eru sögð vera hætt saman eftir fimm ára samband. Þau Smith og Mamma Mia-leikkonan James hafa ekki sést saman síðan í sumar að því fram kemur á vef Daily Mail.
Smith og Foy léku Elísabetu Bretadrottningu og Filippus prins í fyrstu tveimur þáttaröðum af The Crown auk þess sem þau léku nýlega hjón í leikriti. Eru þau Smith og Foy sögð hafa myndað sterk vináttutengsl og eru sögð hafa varið tíma saman á heimilum hvort annars í Norður-Lundúnum.
Foy sjálf skildi við barnsföður sinn, Stephen Campbell Moore, í fyrra. Svo hún ætti líklega skilja stöðu James afar vel enda nýbúin að ganga í gegnum skilnað.