Leyndarmál Melaniu Trump afhjúpuð

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. AFP

Segja má að forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, sé afhjúpuð í bókinni Free, Melania. Bókina skrifar fjölmiðlakonan Kate Bennett. Bennett starfar í Hvíta húsinu fyrir CNN og hefur hún sínar skoðanir og kenningar um hina leyndardómsfullu Melaniu Trump. Á vef New York Times er búið að taka saman nokkrar kenningar úr bókinni. 

Í bókinni er meðal annars fjallað um samband Trump-hjónanna sem virðist oft ansi stirt. Segir Bennett að forsetahjónin Donald og Melania Trump sofi hvort í sínu herberginu hvort á sinni hæðinni í Hvíta húsinu. Donald Trump er með svítu á annarri hæð í Hvíta húsinu en frú Trump er hins vegar með tveggja herbergja aðstöðu á þriðju hæð en herbergin notaði áður móðir Michelle Obama í tíð Baracks Obama. 

Bennett heldur því einnig fram að Melania Trump noti klæðnað sinn til þess að ögra eiginmanni sínum. Vill hún meina að frú Trump klæði sig í buxnadragtir þegar ósætti er í hjónabandinu. 

Í júní 2018 vakti græni jakkinn með áletr­un­inni: „I really don´t care, do u?“ eða: „Mér er al­veg sama, hvað með þig?“ mikla athygli. Bennett vill meina að jakkinn hafi ekki átt að beinast að inn­flytj­endum heldur dóttur Donalds Trumps, Ivönku Trump. Hún segir þær ekki vera nánar. Á frú Trump að hafa verið ósátt við hversu stórt hlutverk Ivanka Trump leikur í stjórn föður síns á meðan litið er á hana sem verðlaunagrip eiginmanns hennar. 

Melania Trump fór á spítala í fyrra. Segir Bennett að veikindi frú Trump hafi verið mun alvarlegri en greint var frá. Að sögn vina var frú Trump búin að vera mjög þjáð fyrir aðgerðina og átti hún á hættu að missa nýra. 

Donald og Melania Trump.
Donald og Melania Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka