Raunveruleikastjarnan Mama June eyddi helginni ekki með fjölskyldunni eins og margir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Myndir náðust af June í spilavíti í bænum Cherokee í Norður-Karólínu á föstudag.
June hefur átt í útistöðum við fjölskyldu sína og hefur lítið samband við dætur sínar tvær þær Pumpkin og Honey Boo Boo. Hún er í sambandi með Geno, sem er sagður hafa slæm áhrif á hana.
Þau voru tekin fyrr á þessu ári fyrir vörslu á fíkniefnum og þá hefur reglulega sést til hennar í spilavítum. Fjárhagur dóttur hennar, Honey Boo Boo, hefur verið tryggður og kemst June ekki í hennar peninga, hvorki til að eyða í spilavítum né í fíkniefni.