Í myndskeiði af móttöku leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Buckinghamhöll í gærkvöld má sjá Elísabetu drottningu gefa Önnu prinsessu merki sem virðist gefa til kynna undrun drottningarinnar á því að Anna hafi ekki tekið þátt í að heilsa forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Konungsfjölskyldan tók á móti leiðtogum Atlantshafsbandalagsins í gærkvöldi, en þeir eru staddir í Lundúnum til þess að funda í tilefni 70 ára afmælis bandalagsins.
Atvikið virtist vekja nokkra kátínu viðstaddra, sem hlógu þegar Anna prinsessa yppti öxlum til að svara bendingu móður sinnar.