Björk: Thunberg mun breyta heiminum

Björk segir að það sé ótrúlegt að fylgjast með Gretu …
Björk segir að það sé ótrúlegt að fylgjast með Gretu Thunberg. AFP

Björk Guðmundsdóttir hrósar Gretu Thunberg í hástert og segir að sænska unglingsstúlkan eigi eftir að breyta heiminum. Þetta er haft eftir Björk á norska fréttavefnum Resett í dag.

Björk var með tónleika í Ósló á dögunum eins og mbl.is fjallaði um. Þar tók Thunberg þátt, eins og hún hefur gert á yfirstandandi tónleikaferðalagi Bjarkar, og ávarpaði tónleikagesti með myndbandsupptöku.

Björk segist hafa spurt Gretu hvort hún vildi lesa yfirlýsingu sem Björk hefði sjálf samið, en Greta hafi frekar viljað semja sinn eigin texta.

Thunberg kom til Madrídar í gær þar sem hún tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, en sænska stúlkan hefur nýlokið við að sigla til baka yfir Atlantshafið, eftir ferð sína til Ameríku.

Björk segir að það sé „ótrúlegt að fylgjast með henni“, Greta sé einstök og hafi náð að virkja alþjóðlega hreyfingu. „Hún kemur til með að breyta heiminum,“ segir Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup