Leikkonan Anna Karina látin

Anna Karina mætti á frumsýningu Todos Lo Saben í Cannes …
Anna Karina mætti á frumsýningu Todos Lo Saben í Cannes í fyrra. AFP

AnnaKar­ina, ein helsta tákn­mynd frönsku ný­bylgj­unn­ar í kvik­mynda­gerð, er lát­in 79 ára að aldri. Leik­kon­an, sem var fædd og alin upp í Dan­mörku, flutti til Frakk­lands 17 ára göm­ul. Hún lést úr krabba­meini á sjúkra­húsi í Par­ís. 

Anna Karina á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1973.
Anna Kar­ina á Cann­es kvik­mynda­hátíðinni árið 1973. AFP

Anna Kar­ina hét réttu nafni Hanne Kar­in Bayer og var fædd árið 1940. Faðir henn­ar yf­ir­gaf fjöl­skyld­una þegar hún var árs­göm­ul og mamma henn­ar átti fata­versl­un og þurfti að vinna mikið. Hún bjó hjá afa sín­um og ömmu frá eins árs aldri þangað til hún var fjög­urra ára er hún var send í fóst­ur. Átta ára göm­ul frá Anna Kar­ina til móðursinnra að nýju. Hún lýsti barnæsku sinni á öm­ur­leg­an hátt og að alla barnæsk­una hafi hana dreymt um að verða elskuð. Hún reyndi ít­rekað að strjúka að heim­an og flutti til Frakk­lands eins og áður sagði 17 ára göm­ul.

Anna Karina og franski leikarinn Daniel Duval á brúðkaupsdaginn árið …
Anna Kar­ina og franski leik­ar­inn Daniel Duval á brúðkaups­dag­inn árið 1978. AFP

Menn­ing­ar­málaráðherra Frakk­lands, Franck Riester, minnt­ist leik­kon­unn­ar á Twitter í dag og sagði franska kvik­mynda­gerð hafa misst eina af helstu stjörn­um sín­um í dag.

AFP

Fljót­lega eft­ir að Anna Kar­ina flutti til Frakk­lands var hún upp­götvuð af leik­stjór­an­um Jean-Luc God­ard sem síðar varð eig­inmaður henn­ar. Hann reyndi að fá hana til að leika í hans fyrstu frægu mynd À bout de souffle árið 1960 en hún hafnaði til­boðinu þar sem hún vildi ekki koma nak­in fram.

Nokkr­um mánuðum síðar bauð hann henni hlut­verk í  LePe­tit­Soldat og sam­starf þeirra hófst og varð eitt það þekkt­asta í franskri kvik­mynda­sögu. Árið 1961 gengu þauGod­ard í hjóna­band og sama ár var hún val­in besta leik­kon­an á kvik­mynda­hátíðinni í Berlín fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­God­ards, AWom­an is aWom­an.

Þrátt fyr­ir að hjóna­bandið hafi aðeins enst í fjög­ur ár unnu þau lengi sam­an og voru alltaf góðir vin­ir.

Í viðtali við Vogue árið 2016 sagði Kar­ina að sam­bandið við God­ard hafi verið stór­kost­leg ástar­saga en um leið frek­ar þreyt­andi fyr­ir unga stúlku því hann lét sig hverfa reglu­lega. „Hann sagðist ætla út að kaupa síga­rett­ur og kom síðan heim eft­ir þrjár vik­ur,“ sagði hún í viðtal­inu.

Á Wikipedia er hægt að lesa um kvik­mynda­fer­il henn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir