Madonna varð 61 árs í sumar en lætur aldurinn ekki stoppa sig. Nýi kærastinn hennar, Ahlamalik Williams, er aðeins 25 ára að því fram kemur á vef Daily Mail. Sáust þau láta vel að hvort öðru á hótelsvölum í Miami í Bandaríkjunum á dögunum.
Madonna og Williams hafa sést saman nokkrum sinnum undanfarna mánuði. Vinskapur þeirra er þó ekki nýr af nálinni þó svo að meint ástarsamband þeirra sé það. Wiliams hefur starfað sem dansari hjá Madonnu í nokkur ár. Er hann titlaður bæði dansari og danshöfundur á heimasíður þar sem hægt er að finna upplýsingar um tónleika Madonnu.
View this post on InstagramA post shared by Ahlamalik Williams (@ahla_malik) on Jun 19, 2019 at 5:20pm PDT