Aniston bauð Pitt í jólapartý

Jennifer Aniston og Brad Pitt þegar þau voru gift.
Jennifer Aniston og Brad Pitt þegar þau voru gift. Halldór Kolbeins

Leikkonan Jennifer Aniston hélt sitt árlega jólaboð á laugardaginn og meðal gesta var fyrrverandi eiginmaður hennar Brad Pitt. 

Aniston heldur boð í desember ár hvert og býður að vanda aðeins bestu vinum sínum, sem eru öll stórstjörnur eins og hún. Þar á meðal eru leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Kate Hudson og spjallþáttastjórnandinni Jimmy Kimmel. 

Í ár bauð Aniston svo fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. Heimildarmaður People segir að þau Pitt og Aniston hafi verið í samskiptum af og til yfir árið en honum var einnig boðið í fimmtugsafmæli hennar fyrr á árinu. 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Pitt og Aniston skildu árið 2005. Pitt var í sambandi með leikkonunni Angelu Jolie um árabil en leiðir þeirra skildu árið 2016. Aniston og Pitt hafa átt í góðu sambandi síðustu ár og nú er hann kominn á gestalista Aniston. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka