Hildur færist nær Óskarstilnefningu

Hildur Guðnadóttir er á stuttlista bandarísku kvikmyndaakademíunnar fyrir tónlist sína …
Hildur Guðnadóttir er á stuttlista bandarísku kvikmyndaakademíunnar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker ásamt 14 öðrum kvikmyndum. Tilnefningarnar verða tilkynntar í byrjun næsta árs.

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Í gær var birtur svokallaður stuttlisti (e. Short list) yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal fyrir frumsamda tónlist í kvikmynd. 

Í flokknum komu 170 kvikmyndir til greina en nú hefur tónlistardeild bandarísku kvikmyndaakademíunnar fækkað kvikmyndunum niður í 15. Ásamt Joker eru eftirfarandi myndir tilnefndar fyrir frumsamda tónlist: 

  • Avengers: Endgame
  • Bombshell
  • The Farewell
  • Ford v Ferrari
  • Frozen II
  • Jojo Rabbit
  • The King
  • Little Women
  • Marriage Story
  • Motherless Brooklyn
  • 1917
  • Pain and Glory
  • Star Wars: The Rise of Skywalker
  • Us

Tón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir vann til Emmy-verðlauna­ fyrr á árinu fyrir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl. Þá var hún á dög­un­um til­nefnd til Gold­en Globe-verðlauna fyr­ir tónlist sína í Joker. Hún er einnig til­nefnd til Grammy-verðlauna og Critic's Choice-verðlauna.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar 13. janúar og verðlaunahátíðin fer fram 9. febrúar.

Hér má sjá stuttlistann í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir