Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Í gær var birtur svokallaður stuttlisti (e. Short list) yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal fyrir frumsamda tónlist í kvikmynd.
Í flokknum komu 170 kvikmyndir til greina en nú hefur tónlistardeild bandarísku kvikmyndaakademíunnar fækkað kvikmyndunum niður í 15. Ásamt Joker eru eftirfarandi myndir tilnefndar fyrir frumsamda tónlist:
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann til Emmy-verðlauna fyrr á árinu fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá var hún á dögunum tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í Joker. Hún er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna og Critic's Choice-verðlauna.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar 13. janúar og verðlaunahátíðin fer fram 9. febrúar.
Hér má sjá stuttlistann í heild sinni.