Kærustuparið Selma Björnsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason fara ekki leynt með ást sína á samfélagsmiðlum. Söngkonan birti mynd af sér á Instagram í gær, mánudag, og má segja að hún hafi heldur betur kveikt í fréttastjóra Vísis með myndinni.
Myndin var tekin af Selmu þegar hún var við tökur á sjónvarpsþættinum Allir geta dansað. Kolbeinn Tumi gat ekki leynt aðdáun sinni.
„Eru ekki örugglega reykskynjarar í Reykjavík Studios???“ skrifaði Kolbeinn Tumi og fengu nokkur eld-lyndistákn að fljóta með. „Múhahaha,“ skrifaði Selma á móti og sendi kærasta sínum auk þess hjarta.
View this post on Instagram#strictlycomedancing #judge #allirgetadansað @elisabetalma stílisti
A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) on Dec 16, 2019 at 3:39pm PST