Hraunað yfir endurgerðina af Cats

Cats hefur ekki fengið góða dóma.
Cats hefur ekki fengið góða dóma. skjáskot

„Cats skilur eftir minningar sem er best að gleyma.“ Svona hljómar fyrirsögn bandaríska fjölmiðilsins CNN um kvikmyndina Cats sem var frumsýnd nú í vikunni.

Endurgerðin af söngleiknum fræga virðist falla í grýttan jarðveg hvert sem litið er. Breska ríkisútvarpið BBC gefur Cats tvær stjörnur af fimm mögulegum. The Guardian lýsir kvikmyndinni sem ógeðslegum hárbolta af skelfingu. 

Þá hefur kvikmyndin fengið einkuninna 16% af 100% á vefsíðunni Rotten Tomatoes. Á IMDb er fólk aðeins jákvæðara og gefur kvikmyndinni einkunnina 5,1 af 10. Það er þó ekki há einkunn. 

CNN segir kvikmyndina ekki vera jafn mikið stórslys og búist var við í kjölfar fyrstu stiklunnar úr kvikmyndinni. Hún sé þó alls ekki góð og best sé að gleyma henni bara. 

Fjöldi stjarna leikur í kvikmyndinni, þar ber hæst að nefna Taylow Swift og Jennifer Hudson. Þrátt fyrir það segir BBC að myndin hafi hvorki hjarta né sál. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup