Dylan Sprouse spókar sig á Íslandi

Dylan Sprouse skoðaði alla helstu ferðamannastaðina á Suðurlandi í gær …
Dylan Sprouse skoðaði alla helstu ferðamannastaðina á Suðurlandi í gær og fyrradag. Ljósmynd/Instagram

Leikarinn og Disney-stjarnan Dylan Sprouse er staddur á Íslandi og virðist vera að njóta alls þess besta sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða. 

Dylan er virkur á Instagram þar sem hann hefur birt myndir og myndskeið af sér við Seljalandsfoss, Kirkjufjöru og Reynisfjöru. 

Barbara Palvin, kærasta Dylans, virðist ekki hafa komist með í þetta sinn en Dylan sést halda á innrammaðri mynd af henni, bæði við Seljalandsfoss og í Kirkjufjöru. 

Dylan hefur einnig spókað sig í miðbænum, til að mynda á Café París í morgun og í gærkvöldi sást til hans á Secret Cellar í Lækjargötu. 

Æstur aðdáandi náði þessari mynd af Dylan á Café París.
Æstur aðdáandi náði þessari mynd af Dylan á Café París. Ljósmynd/Snapchat

Tvíburabróðir Dylan, Cole Sprouse, semer hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Friends og Riverdale, var hér á landi fyrr á árinu og því verður að teljast líklegt að Cole hafi fengið hugmyndina að Íslandsheimsókn frá bróður sínum. 

Dylan virðist að minnsta kosti hæst ánægður með dvölina en hann segir við færslu á Instagram að hann ætli aldrei aftur heim. 

View this post on Instagram

I’m never fucking coming home from Iceland 😂 you can’t tell me this isn’t the real me

A post shared by @ dylansprouse on Dec 20, 2019 at 3:37am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir