Óræð jólakveðja frá Kevin Spacey

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Leikarinn Kevin Spacey, sem ásakaður hefur verið ítrekað um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun gagnvart karlmönnum frá því á níunda áratugnum, sendi í gær frá sér nokkuð óræða jólakveðju á Youtube. Þetta er annað árið í röð sem leikarinn sendir slíka kveðju frá sér, en í henni bregður hann sér í hlutverk Francis Underwood sem hann lék í þáttunum Spilaborg.

Í kveðjunni í ár, nefnir Spacey að hann sé aftur kominn til góðrar heilsu og segir að árið sem sé að líða hafi verið þokkalega gott ár. Þá segist hann vilja sjá „meira gott í heiminum“.

„Ég veit hvað þú ert að hugsa. Getur honum verið alvara? Mér er dauðans alvara,“ segir Spacey í myndbandinu.

Þá segir hann að næst þegar einhver geri eitthvað sem þér líkar ekki við getur þú farið í árás, en einnig sé hægt að halda aftur að sér og gera hið óvænta. „Þú getur... drepið þá með góðmennsku“ (e. kill with kindness).

Kevin Spacey er sextugur, en fyrir rúmlega tveimur árum var hann fyrst sakaður um kynferðislega áreitni gegn leikaranum Anthony Rapp. Var hann þá aðeins 14 ára gamall. Síðan þá stigu fjölmargir fram til viðbótar sem sögðu Spacey hafa brotið gegn þeim. Spacey hefur sjálfur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Hann var ákærður í einu máli í byrjun ársins, en í júlí ákvað saksóknari að fella málið niður.

Spacey lét áður aðalhlutverkið í þáttunum Spilaborg (e. House of Cards) sem stjórnmálamaðurinn Francis Underwood. Eftir að ásakanirnar komu fram var Spacey rekinn frá þáttunum og hefur hann haldið sig til hlés síðan. Það er þangað til hann sendi frá sér kveðjuna í fyrra og svo aftur núna í gær. Í fyrri kveðjunni virtist hann taka til varna vegna ásakananna, þótt það væri allt gert í hlutverki Francis.

Kveðjuna frá í fyrra má sjá hér: 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir