Mama June og kærastinn rústuðu hótelherbergi

Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo.
Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo. skjáskot/The Sun

Raunveruleikastjarnan Mama June og kærastinn hennar Geno eru sögð hafa rústað hótelherbergi í Georgíu-ríki fyrr í haust. 

Mama June og Geno hafa búið á hótelum hér og þar um Georgíu-ríki síðan í sumar eftir að hún seldi húsið sitt fyrir 100 þúsund bandaríkjadali í beinhörðum peningum.

Þau eru sögð hafa rústað umræddu hótelherbergi á Fair Bridge Inn & Suites í suðurhluta Atlanta-borgar í kjölfar rifrildis. Af myndunum af herberginu að dæma var rifrildið ansi harkalegt. Lögreglan var kölluð á staðinn vegna hávaða en engin skýrsla af atvikinu er til og hvorugt þeirra var handtekið. Myndir má sjá á vef TMZ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar