Harry Potter-stjarna neyddist til að vinna á bar

Chris Rankin fór með hlutverk Percy Weasley í Harry Potter.
Chris Rankin fór með hlutverk Percy Weasley í Harry Potter. Skjáskot/Instagram

Harry Potter-stjarnan Chris Rankin neyddist til þess að fá sér vinnu á bar eftir að tökum á Harry Potter-kvikmyndunum lauk árið 2011. 

Hinn 36 ára gamli Rankin fór með hlutverk eins Weasley-bræðranna, Percy Weasley, í kvikmyndunum. Hann segir að þrátt fyrir að hafa farið með hlutverk í einni af stærstu kvikmyndaseríu heims hafi hann ekki þénað fyrir lífstíð á þeim.

Rankin átti erfitt með að fá annað hlutverk í kvikmyndabransanum eftir að sögunni um Harry Potter lauk. Hann réð sig því til starfa á barnum Wetherspoons í Monmouth í Suður-Wales. Hann vann þar í um hálft ár á meðan hann fór í áheyrnarprufur. 

„Fólk veit að leikarar fá oft ekki mikið borgað, það er ekki mikil vinna og það eru margir atvinnulausir. En það er misskilningur að ef þú færð vinnu við stórmynd fáirðu gríðarlega vel borgað,“ sagði Rankin í viðtali

„Ég er alltaf að tala um það en ég vann á barnum í fjóra eða fimm mánuði þegar ég var ekki með neina aðra vinnu, ég þurfti vinnu og ég þurfti að borga reikninga,“ sagði Rankin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan