Harry og Meghan aftur til starfa í dag

Fyrir utan kanadíska sendiráðið í London í dag.
Fyrir utan kanadíska sendiráðið í London í dag. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex tóku aftur til starfa í dag eftir sex vikna hlé frá opinberum störfum. 

Hjónin heimsóttu kanadíska sendiráðið í London til að þakka fyrir góðar móttökur í Kanada. Fjölskyldan eyddi jólahátíðunum í Kanada og sást meðal annars á göngu á Vancouver-eyju. 

Í tilkynningu frá Buckingham-höll í dag segir að hjónin hafi viljað hitta sendiherra Kanada í Bretlandi, Janice Charette, til þess að þakka fyrir hlýjar móttökur og stuðning sem þau hlutu meðan á dvöl þeirra stóð. 

Samkvæmt breskum fjölmiðlum virtust hjónin hafa hlaðið batteríin í sex vikna fríi sínu og voru mætt aftur til starfa með bros á vör.

Ættmóðirin Elísabet önnur Bretadrottning er ekki komin aftur til starfa eftir jólafríið. Hún er enn á sveitasetri sínu í Sandringham og verður fram yfir 6. febrúar. Það er hefð hjá drottningunni að dvelja í Sandringham fram yfir dánardag föður síns, 6. febrúar. Hann lést árið 1952 í Sandringham og tók Elísabet við krúnunni þann dag þótt krýningin hafi ekki farið fram fyrr en 2. júní ári seinna.

Elísabet drottning er enn í rólegheitunum í Sandringham.
Elísabet drottning er enn í rólegheitunum í Sandringham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup