„Hver er Ragga Ragnars?“

Gunnhild, persóna Ragnheiðar, kom fyrst fram í fimmtu seríu og …
Gunnhild, persóna Ragnheiðar, kom fyrst fram í fimmtu seríu og varð fljótlega uppáhaldspersóna margra.

„Hver er Ragga Ragnars? Hittu ólympíufarann og sundkonuna sem varð leikkona.“

Svona hljóðar fyrirsögn umfjöllunar breska Express um íslensku sund- og leikkonuna Ragnheiði Ragnarsdóttur, en tilefnið er frumsýning sjöttu þáttaraðar sjónvarpsþáttarins vinsæla, Vikings, þar sem Ragnheiður fer með hlutverk Gunnhildar, eiginkonu Björns Ironside.

Í umfjöllun Express kemur fram að Ragnheiður hafi fyrst komið að þáttunum í fimmtu seríu og hafi fljótlega orðið uppáhaldspersóna margra.

Ragnheiður kveðst alltaf hafa vitað að hún yrði leikkona, en áður en hún hóf leiklistarferilinn var hún afreksmikil sundkona og keppti m.a. tvisvar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum, fyrst í Aþenu árið 2004, þá aðeins 19 ára gömul og yngst íslensku keppendanna, og svo í Peking árið 2008.

Að sundferlinum loknum hélt Ragnheiður til Los Angeles í Bandaríkjunum og lagði stund á leiklist við New York Film Academy, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2015, en hlutverk Gunnhildar er það stærsta sem Ragnheiður hefur leikið.

Ragnheiður lék í 12 þáttum af 20 í fimmtu seríu Vikings og má búast við því að Gunnhildur leiki áfram stórt hlutverk í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup