Hrakfarir raunveruleikastjörnunnar Mama June og kærasta hennar Geno halda áfram en þeim var hent út af hóteli í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum um helgina.
Ástæðan er sú að þau gátu ekki borgað reikninginn fyrir hótelherbergið en hann hljóðaði upp á 2 þúsund bandaríkjadali eða um 245 þúsund íslenskar krónur.
June og Geno hafa búið á hótelum síðastliðna mánuði. Hún hefur dvalið á mismunandi herbergjum á viðkomandi hóteli, Residence Inn Marriott í McDonough, síðan um þakkargjörðarhátíðina í nóvember.
Hún hefur verið með opinn reikning í allan þennan tíma en um helgina þurfti hún að greiða reikninginn. June segist hafa neitað að greiða reikinginn en samkvæmt heimildum TMZ hafði hún hinsvegar ekki efni á því.