Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er með lyme-sjúkdóminn en bakterían berst í fólk eftir bit skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Bieber greindi frá þessu á Instagram og þar segir hann að undanfarin ár hafi verið erfið. Hann glímir einig við króníska veirusýkingu.
Justin Bieber segist vita af umræðunni á samfélagsmiðlum þar sem orðrómur er um að hann glími við fíkniefnavanda eftir að myndir birtust af honum þar sem hann leit illa út. Eða eins og fólk á að hafa haldið fram að hann liti út eins og hann væri á metamfetamíni. „En þau gerðu sér ekki grein fyrir því að ég hafði nýlega verið greindur með lyme-sjúkdóminn, ekki aðeins það heldur króníska veirusýkingu sem hefur áhrif á húð mína, starfsemi heilans, orku og heilsufarið almennt.“
Að sögn Bieber fær hann góða meðferð við veikindunum og sé að hafa betur í baráttunni. Alls eru fylgjendur hans 124 milljónir talsins á Instagram. „Ég sný aftur og verð betri en nokkru sinni fyrr.“
View this post on InstagramA post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jan 8, 2020 at 12:29pm PST