Í ræðu á galakvöldi í New York í vikunni viðurkenndi leikarinn Brad Pitt að kollegi hans Bradley Cooper hefði hjálpað honum að hætta að drekka. Ástæða þess að hann hóf að tala um Cooper og edrúlífið var sú að Cooper afhenti Pitt verðlaun.
„Takk Bradley. Bradley var að klára að svæfa dóttur sína og flýtti sér svo hingað til þess að gera þetta,“ sagði Pitt þegar hann tók við verðlaununum. „Ég varð edrú út af þessum manni og síðan hafa allir dagar verið betri.“
Pitt hætti að drekka í kjölfar þess að hann og Angelina Jolie tilkynntu um skilnað sinn fyrir þremur árum. Átti hann við fíknivanda að stríða sem hafði slæm áhrif á fjölskyldulífið. Cooper hins vegar hætti að drekka 29 ára og hefur greint frá því að áfengi hefði eyðilagt líf sitt ef hann hefði ekki hætt.
Brad Pitt accepts the Best Supporting Actor Award for ONCE UPON A TIME IN HOLLYWOOD from Bradley Cooper at #NationalBoardOfReview #NBR pic.twitter.com/HS6mUVOWSD
— Matt Neglia (@NextBestPicture) January 9, 2020