Prinsarnir neita móðgandi fréttaflutningi

Bræðurnir Harry og Vilhjálmur hittast í dag.
Bræðurnir Harry og Vilhjálmur hittast í dag. AFP

Prinsarnir Harry og Vilhjálmur neita því í tilkynningu til BBC að Vilhjálmur hafi kúgað Harry eins og erlendir miðlar hafa greint frá. Harry og Vilhjálmur munu hitta Karl föður sinn og drottninguna seinna í dag til að finna út úr því hvernig Harry og Meghan geti dregið sig í hlé frá konunglegum skyldum. 

Harma bræðurnir fréttaflutning af meintum samskiptum sínum. Prinsarnir taka fram hve geðheilbrigðismál eru þeim mikilvæg. Telja þeir æsandi orðanotkunina vera móðgandi og geti mögulega valdið skaða. 

Harry sagðist elska Vil­hjálm bróður sinn afar heitt í viðtali í október. Hann sagði þó að þeir væru hvor á sinni veg­ferðinni þessa stund­ina og hitt­ust því minna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir