Samband bræðranna í molum

Meghan og Harry virðast ekki eiga í góðu sambandi við …
Meghan og Harry virðast ekki eiga í góðu sambandi við Vilhjálm Bretaprins. AFP

Í dag mun Harry Bretaprins hitta ömmu sína, föður sinn og bróður sinn á fjölskyldufundi. Markmið fundarins er að finna lausn á því hvernig Harry og Meghan geti stigið til hliðar. Samband bræðranna Harry og Vilhjálms hefur verið betra og keppast erlendir miðlar við að segja frá sambandi þeirra. Eru þeir báðir sagðir sárir yfir því hvernig málin hafa þróast. 

Heimildarmaður Us Magazine segir að Vilhjálmur hafi gert allt sem í hans valdi stóð til þess að hjálpa bróður sínum. Frá hans bæjardyrum séð hefur Harry hins vegar ekki tekið ráðum hans. Er Katrín hertogaynja einnig sögð sár. Líður henni illa yfir líðan eiginmanns síns. Katrín og Vilhjálmur eru bæði sögð hafa verið til staðar þegar Harry leið ekki vel áður en hann hitti Meghan. 

„Ég hef haldið utan um bróður minn allt mitt líf og nú get ég það ekki leng­ur. Við stönd­um ekki leng­ur sam­an,“ sagði ónefndur vinur Vilhálms að Vilhjálmur hefði sagt um málið að því er fram kemur í The Sunday Times um helgina. 

Harry er einnig sagður í fórnarlambshlutverki að því er fram kemur á vef Daily Mail. Þar er því slegið fram að Vilhjálmur hafi verið með kúgandi framkomu. Þau Harry og Meghan hafi því hálfpartinn neyðst til að draga sig í hlé. 

Þessar fréttir staðfesta enn fremur þann orðróm að samband bræðranna hafi verið í ólagi síðan Harry og Meghan byrjuðu að draga sig saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir