Á hverju munu Harry og Meghan lifa?

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, eru ekki á …
Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, eru ekki á flæðiskeri stödd. AFP

Ákvörðun Harry prins og Meghan hertogaynju um að draga sig út úr hefðbundnu starfi og lífi kóngafólks Bretlands hefur vakið eftirtekt. Eins og gefur að skilja hafa þau hingað til ekki þurft að greiða reikninga fyrir ferðir í matvöruverslanir né standa straum af hefðbundnum útgjöldum sem fylgja heimilishaldi hins almenna borgara.

Með ákvörðun þeirra gæti þetta breyst. En hvernig ætla þau sér að greiða reikninga. Í umfjöllun BT er fjallað um eignir þeirra og tekjumöguleika.

Harry á inni á reikningi móðurarf sinn sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna og Meghan mun hafa fengið um 6 milljónir fyrir hvern þátt af „Suits“ sem hún lék í. Þá er ekki ólíklegt að frægð þeirra muni veita þeim góð tækifæri til að auglýsa og selja eigin varning en samanlagt eru þau með yfir 10 milljónir fylgjenda á Instagram og Meghan var mest „gúgglaða“ kona á Bretlandi á liðnu ári.

Parið ætti því ekki að vera á flæðiskeri statt þó að það fái ekki lengur aðgengi að opinberum tignarsjóðum og ætti að vera í lófa lagið að standa sjálf straum af kostnaði við matarinnkaup, eldsneytismál og annað sem fylgir hefðbundnu heimilishaldi. Framtíð þeirra ætti því að vera björt þegar kemur að efnislegum gæðum en auk þess geta þau hætt að mæta í partí sem þau nenna ekki í.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup