Einn vinsælasti förðunarfræðingurinn transkona

Nikki Tutorials er einn vinsælasti förðunarfræðingurinn í dag með yfir …
Nikki Tutorials er einn vinsælasti förðunarfræðingurinn í dag með yfir 12 milljónir áskrifenda að YouTube-rás sinni. Skjáskot/Instagram

Nikki de Jager, betur þekkt sem „Nikki Tutorials“, greindi frá því í gær að hún er transkona. Nikki er einn vinsælasti förðunarfræðingur í heiminum í dag en hún er með 12,7 milljónir áskrifenda að YouTube-rás sinni þar sem hún sýnir frá ýmsu úr snyrtivöruheiminum. 

Í myndbandinu segir Nikki að óprúttnir menn hafi ætlað að opinbera hana og reynt að kúga hana til fjár. Hún hafi því ákveðið að taka málið í eigin hendur og segja sögu sína sjálf. 

Nikki segist ekki hafa ætlað að gera það strax heldur þegar hún væri tilbúin til þess, en vegna fjárkúgananna hafi hún neyðst til þess að opna sig. 

„Ég er hér til að deila því opinberlega að ég er trans, og með þessum skilaboðum langar mig til að vera innblástur lítilla Nikkia úti um heim allan sem eru með lítið sjálfstraust, sem líður eins og þær séu ekki á réttum stað og finnst þær misskilnar,“ segir Nikki.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar