Svar Cannes við Óskarnum

Bandaríski leikstjórinn Spike Lee verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Þetta er í fyrsta skipti í 73 ára sögu hátíðarinnar sem formaður nefndarinnar er svartur. Tilkynnt var um valið í morgun en í gær vakti það athygli hversu hvítar og karllægar Óskarsverðlaunatilnefningarnar eru í ár. Að vísu ekki í fyrsta skipti.

Spike Lee er meðal annars þekktur fyrir kvikmyndirnar Malcolm X og Do the Right Thing en sjö af kvikmyndum hans hafa verið frumsýndar í Cannes. Fyrsta mynd hans She's Gotta Have It hlaut verðlaun ungra leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1986 en myndin vakti mikla athygli og skilaði umtalsverðum hagnaði. Myndin, sem er svart/hvít og kostaði lítið fé, var framleidd af Lee og vinum hans. 

Lee, sem er  62 ára gamall, var afar hamingjusamur með formannssætið og um leið stoltur og hissa á því að verða fyrstur svartra til þess að skipa sæti formanns á kvikmyndahátíðinni. 

AFP


Svartir leikarar og leikkonur voru fjarri góðu gamni þegar tilkynnt var um tilnefningar til Óskarsverðlauna í gær. Eina svarta leikkonan, Cynthia Erivo, er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Harriet. Erivo er einnig tilnefnd fyrir Stand Up-lag sem hún samdi fyrir myndina ásamt Joshuah Brian Campbell. Hvorki Awkwafina né Lupita Nyong'o eru tilnefndar fyrir leik sinn í myndunum Ther Farewell og Us.

Ekki minni athygli vakti það að Greta Gerwig hafi ekki verið tilnefnd fyrir leikstjórn myndarinnar Little Woman sem var framleidd af Amy Pascal en myndin fékk alls sex Óskarstilnefningar í gær.

Cynthia Erivo.
Cynthia Erivo. AFP

Thomas E. Rothman, stjórnarformaður Sony’s Motion Picture Group, gengur jafnvel svo langt að tala um að þetta hljóti að vera mistök. Ef Gerwig hefði verið tilnefnd fyrir leikstjórn hefði hún orðið fyrsta konan til þess að hljóta tilnefningu í þeim flokki í tvígang en aðeins fimm konur hafa verið tilnefndar fyrir leikstjórn í sögu Óskarsverðlaunanna. Gerwig er ein þeirra en hún var tilnefnd fyrir myndina Lady Bird árið 2018.

Lupita Nyong'o.
Lupita Nyong'o. AFP

Lee, sem frumsýndi sína síðustu mynd, BlacKkKlansman, á Cannes-hátíðinni fyrir tveimur árum, segir að það besta í hans lífi hafi orðið til úr engu. „Ég er stoltur af því að verða fyrsta manneskjan af afrískum uppruna til að vera í forsæti dómnefndarinnar í Cannes og á einni af helstu kvikmyndahátíðunum,“ segir Lee en hann verður einnig heiðraður á hátíðinni fyrir ævistarfið. 

Bnadaríska leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig.
Bnadaríska leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig. AFP

Lee segir að Cannes-hátíðin hafi breytt lífi hans. „Fyrir mig er Cannes-kvikmyndahátíðin (fyrir utan að vera mikilvægasta kvikmyndahátíð heims — án þess að á aðra sé hallað) sú hátíð sem hefur haft mikil áhrif á feril minn í kvikmyndum,“ segir Lee og bætir við að Cannes hafi haft gífurleg áhrif á það sem hann varð innan kvikmyndageirans.. 

Spike Lee verður formaður dómnefndarinnar í Cannes í vor.
Spike Lee verður formaður dómnefndarinnar í Cannes í vor. AFP
Spike Lee hlaut verðlaun fyrir kvikmynd sína BlacKkKlansman á Cannes-kvikmyndahátíðinni …
Spike Lee hlaut verðlaun fyrir kvikmynd sína BlacKkKlansman á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrir tveimur árum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka