Þurfa Kanadabúar að borga brúsann?

Harry og Meghan ætla að verja meiri tíma í Norður-Ameríku.
Harry og Meghan ætla að verja meiri tíma í Norður-Ameríku. AFP

Harry og Meghan hafa fengið blessun drottningar til að setjast að hluta til að í Kanada og draga sig í hlé frá embættisskyldum. Enn á eftir að ganga frá mörgum lausum endum og sagði forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, í viðtali við Global News í Kanada að enn væri mörgum spurningum ósvarað. 

Sagði Trudeau að það þyrfti finna út úr því hver myndi borga öryggisgæslu hjónanna. Sagði hann ríkisstjórn Kanada ekki vera með í ráðum. Trudeau sagði hins vegar að hann vænti þess að fá samantekt eftir fundinn sem fram fór í gær, mánudag. 

„Við erum ekki alveg viss um hver lokaniðurstaðan verður,“ sagði forsætisráðherrann í gær áður en hann fékk frekari fregnir frá fundi drottningar, Harrys, Vilhjálms og Karls Bretaprins. 

Í tilkynningu drottningar kemur fram að Harry og Meghan vilji ekki reiða sig á almannafé. Hertogahjónin fá nú greiðslur úr ýmsum áttum svo ekki er víst hvað er átt við með almannafé. Þau þurfa einnig öryggisgæslu og er enn óljóst hver muni borga hana þegar þau eru í Kanada. Þau sjálf, breska krúnan eða almenningur í Kanada?

Justin Trudeau.
Justin Trudeau. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup