Leikkonan Vanessa Hudgens og leikarinn Austin Butler hafa slitið sambandi sínu eftir 9 ár saman.
Óljóst er hver hætti með hverjum en fréttir herma að þau hafi verið hætt saman í nokkurn tíma. Hudgens og Butler kynntust fyrst árið 2005 þegar hún lék í High School Musical-kvikmyndunum.
Þau hófu ástarsamband sitt árið 2011 þegar Hudgens var hætt í sambandi með leikaranum Zac Efron.