Meghan ekki bara í felum í Kanada

Downtown Eastside Women's Centre birti mynd af heimsókn Meghan á …
Downtown Eastside Women's Centre birti mynd af heimsókn Meghan á Facebook. Ljósmynd/Facebook

Meghan hertogaynja er ekki bara í felum í Kanada. Meghan er strax byrjuð að láta gott af sér leiða í Kanada og á þriðjudaginn heimsótti hún kvennaathvarf í Vancouver. Meghan fór til Kanada fyrir helgi til að sinna Archie litla en á meðan fundaði Harry Bretaprins með fjölskyldu sinni um sjálfstæði þeirra hjóna.

„Sjáið hver fékk sér te með okkur í dag! Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, heimsótti okkur í dag til þess að ræða vandamál kvenna í samfélagi okkar,“ stóð við myndina af Meghan og starfsfólki kvennaathvarfsins. 

Hertogahjónin hafa haldið til á eyjunni Vancouver Island rétt fyrir utan borgina Vancouver í Kanada síðan fyrir jól. Meghan var mynduð í þykkri úlpu og vetrarskóm ganga um borð í litla rellu á þriðjudag. Var hún greinilega á leið í heimsóknina í kvennaathvarfið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir