Derek Fowlds látinn

Derek Fowlds, Nigel Hawthorne og Paul Eddington.
Derek Fowlds, Nigel Hawthorne og Paul Eddington. Ljósmynd/BBC

Breski leikarinn Derek Fowlds lést í dag 82 ára að aldri en hann er einna þekktastur fyrir að leika embættismanninn Bernard Woolley í sjónvarpsþáttunum „Yes Minister“ og „Yes Prime Minister“ sem sýndir voru á níunda áratug síðustu aldar.

Fowlds, sem var fæddur í London árið 1937, lék síðar varðstjórann Oscar Blaketon í sjónvarpsþáttunum „Heartbeat“.

Fowlds var tvíkvæntur og var síðan í sambúð með Jo Lyndsey en hún lést árið 2012. Hann lætur eftir sig tvö uppkomin börn.

Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu.

 


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar