Daði Freyr snýr aftur í Söngvakeppnina

Daði Freyr snýr aftur.
Daði Freyr snýr aftur. Ljósmynd/Aðsend

Tón­list­armaður­inn Daði Freyr Pét­urs­son snýr aft­ur í Söngv­akeppn­ina 2020. Tíu lög keppa í ár og keppn­in hefst þegar fyrri undanúr­slit­in fara fram í Há­skóla­bíói hinn 8. fe­brú­ar en þá munu fyrri fimm lög­in keppa. Seinni undanúr­slit­in fara fram 15. fe­brú­ar en þá verða seinni fimm lög­in flutt.  

Auk Daða eru fleiri þekkt­ir kepp­end­ur, þar á meðal hljóm­sveit­in DIMMA, Elísa­bet Orms­lev, Hild­ur Vala og Matti Matt. Daði Freyr er að sjálf­sögðu keppn­inni vel kunn­ug­ur en hann lenti í öðru sæti þegar Svala Björg­vins­dótt­ir vann árið 2017.

DIMMA eiga lag.
DIMMA eiga lag. Ljós­mynd/​Aðsend

Tvö lög úr hvorri undan­keppni kom­ast áfram í úr­slit­in í gegn­um síma­kosn­ingu al­menn­ings.  Það verða því fjög­ur lög sem keppa til úr­slita í Laug­ar­dals­höll 29. fe­brú­ar þegar fram­lag Íslands til Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar verður valið. Fram­kvæmda­stjórn keppn­inn­ar hef­ur þó sem fyrr mögu­leika á að bæta við einu lagi í úr­slit­in, svo­kölluðu „wildcard“ eða „eitt lag enn“ eins og það er kallað í keppn­inni.

Kynn­ar í keppn­inni verða þau Björg Magnús­dótt­ir, Bene­dikt Vals­son og Fann­ar Sveins­son.

Elísabet Ormslev.
Elísa­bet Orms­lev. Ljós­mynd/​Aðsend

Al­menn­ingi gefst sem fyrr kost­ur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtu­dag­inn 23. janú­ar á tix.is. Und­an­far­in ár hef­ur skap­ast mik­il fjöl­skyldu­stemn­ing á viðburðunum sjálf­um en í ár munu þeir Gunni og Fel­ix hita áhorf­end­ur í sal upp. Undanúr­slit­in og úr­slit­in verða í beinni út­send­ingu á RÚV.

Regl­um sam­kvæmt verða lög­in flutt á ís­lensku en í úr­slit­un­um mega höf­und­ar ráða hvort lag þeirra verður flutt á ís­lensku eða á öðru tungu­máli. 

Í keppn­inni í ár hafa fjór­ir höf­und­ar ákveðið að hafa lög­in sín áfram á ís­lensku kom­ist þau í úr­slit, en hinir sex höf­und­arn­ir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá ensk­an titil lags­ins aft­an við þann ís­lenska þegar það á við.

Matti Matt.
Matti Matt. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyrri undanúr­slit í Há­skóla­bíói — 8. fe­brú­ar

Ævin­týri

Flytj­andi: Kid Isak

Lag: Þormóður Ei­ríks­son, Krist­inn Óli Har­alds­son og Jó­hann­es Dami­an Pat­reks­son

Texti: Þormóður Ei­ríks­son og Krist­inn Óli Har­alds­son

Aug­un þín / In your eyes

Flytj­andi: Brynja Mary

Lag: Brynja Mary Sverr­is­dótt­ir og Lasse Qvist

Texti: Kristján Hreins­son

Ensk­ur texti: Brynja Mary Sverr­is­dótt­ir

Al­myrkvi

Flytj­andi: DIMMA

Lag: DIMMA

Texti: Ingó Geir­dal

Elta þig / Haunt­ing

Flytj­andi: Elísa­bet

Lag: Elísa­bet Orms­lev og Zoe Ruth Erw­in

Texti: Daði Freyr

Ensk­ur texti: Zoe Ruth Erw­in

Klukk­an tif­ar / Meet me hal­fway

Flytj­end­ur: Ísold og Helga

Lag: Birg­ir Steinn Stef­áns­son og Ragn­ar Már Jóns­son

Texti: Stefán Hilm­ars­son

Ensk­ur texti: Birg­ir Steinn Stef­áns­son, Ragn­ar Már Jóns­son og Stefán Hilm­ars­son

Seinni undanúr­slit í Há­skóla­bíói — 15. fe­brú­ar

Gagna­magnið / Think about things

Flytj­end­ur: Daði og Gagna­magnið

Lag, ís­lensk­ur og ensk­ur texti: Daði Freyr

Felli­byl­ur

Flytj­andi: Hild­ur Vala

Lag: Hild­ur Vala og Jón Ólafs­son

Texti: Bragi Valdi­mar Skúla­son

Ocul­is Vi­d­ere

Flytj­andi: Iva

Lag og ís­lensk­ur texti: Íva Marín Adrichem og Rich­ard Ca­meron

Ensk­ur texti: Rich­ard Ca­meron

Dreyma

Flytj­andi: Matti Matt

Lag: Birg­ir Steinn Stef­áns­son og Ragn­ar Már Jóns­son

Texti: Matth­ías Matth­ías­son

Ekkó / Echo

Flytj­andi: Nína

Lag: Þór­hall­ur Hall­dórs­son og Sanna Mart­inez

Texti: Þór­hall­ur Hall­dórs­son og Ein­ar Bárðar­son

Ensk­ur texti: Þór­hall­ur Hall­dórs­son, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Mart­inez

Hægt er að hlusta á öll lög­in á Spotify og lesa text­ana og sjá upp­lýs­ing­ar um flytj­end­ur og höf­unda á songvakeppn­in.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell