Dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar

Thin Ice gerist að mestu á Grænlandi, en er tekin …
Thin Ice gerist að mestu á Grænlandi, en er tekin upp hér á landi. Ljósmynd/Sagafilm

Sýningar hefjast í næsta mánuði á sænsk-íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Thin Ice. Þáttaröðin er sú dýrasta sem framleidd hefur verið hér á landi, en framleiðslukostnaður nemur yfir einum og hálfum milljarði króna. Þættirnir verða frumsýndir á TV4/Cmore í Svíþjóð í byrjun febrúar, en fara síðan í sýningu á RÚV 16. febrúar.

Framleiðsla þáttanna er í höndum Sagafilm og sænska framleiðslufyrirtæksins Yellow Bird en handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson.

Sögusvið þáttanna er á Grænlandi, en þrátt fyrir það var stærstur hluti þeirra tekinn upp á Íslandi, einkum í Stykkishólmi sem var breytt í grænlenskt þorp frá janúar og fram í apríl á síðasta ári, að því er segir í tilkynningu frá Sagafilm.

Þættirnir segja frá átökum á norðurslóðum, sem hefjast er sænsk stjórnvöld reyna að fá Norðurskautsráðið til að banna olíuvinnslu í Norðurhöfum. Í kjölfarið verður sænskt skip fyrir árás undan ströndum Grænlands. Í framvindunni vegast á skammtímahagsmunir hvers þjóðríkis og framtíðarhagsmunir allrar heimsbyggðarinnar vegna loftslagsbreytinga.

Meðal leikara er sænska leikkonan Lena Endre, sem lék einnig í myndinni Karlar sem hata konur, Alexander Karim, Bianca Kronlöf, Grænlendingurinn Angunnguaq Larsen og danska leikkonan Iben Dorner, en þau tvö síðastnefndu léku bæði í sjónvarpsþáttunum Borgen, sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkrum árum við góðar undirtektir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka