Pitt og Aniston innileg á verðlaunahátíð

Jennifer Aniston og Brad Pitt voru glöð þegar þau hittust …
Jennifer Aniston og Brad Pitt voru glöð þegar þau hittust baksviðs. AFP

Ein frægustu fyrrverandi hjón í Hollywood voru mynduð saman á Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Hjónin fyrrverandi unnu bæði til verðlauna og náðu að óska hvort öðru til hamingju með sigurinn baksviðs. 

Hjónin fyrrverandi giftu sig árið 2000 en skildu árið 2005. Fljótlega eftir það byrjaði Pitt opinberlega með Angelinu Jolie. Jolie og Pitt sögðu skilið við hvort annað árið 2016. Árið 2018 skildi Jennifer Aniston við eiginmann sinn, leikarann Justin Theroux. Eru þau bæði einhleyp um þessar mundir og hefur Aniston boðið Pitt í veislur til sín að undanförnu.

Aðdáendur leikaranna hafa vonast til þess að þau falli aftur fyrir hvort öðru. Myndir segja meira en þúsund orð og hvort sem Aniston og Pitt finni ástina aftur eða ekki hafa þau að minnsta kosti fundið vináttuna aftur. Ljósmyndari AFP-fréttastofunnar myndaði þau Pitt og Aniston þegar þau voru við það að faðma hvort annað sem og þegar Aniston snerti bringu Pitt og hann hélt enn í hönd hennar. 

Hér má sjá Brad Pitt halda í Jennifer Aniston.
Hér má sjá Brad Pitt halda í Jennifer Aniston. AFP

Pitt er mjög meðvitaður um áhugann sem fólk hefur á einkalífi hans og gerir óspart grín að því. „Ég verð að bæta þessu við Tinder-síðuna mína,“ sagði Pitt þegar hann tók við verðlaunum fyrir leik sinn í myndinni Once Upon a Time in … Hollywood. 

Pitt fór baksviðs eftir að hann tók við verðlaununum en er sagður hafa stoppað allt til þess að horfa á ræðu Aniston eins og sést á myndskeiðinu hér að neðan. Aniston vann verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Morning Show. 

Hér fyrir neðan sést hvernig Pitt stoppaði til að horfa á ræðu fyrrverandi eiginkonu sinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka